Grillaðar kjúklingabringur á brauði
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 4 stk BRAUÐ, ítölsk, Ciabatta
 • 1 stk Eggaldin
 • 4 stk Kjúklingabringur, án skinns
 • 3 msk ÓLÍFUOLÍA
 • 2 stk Tómatar
 • 4 stk OSTUR, Mosarella
 • 1 stk SVEPPIR, Portobello

Aðferð:

 1. Penslið kjúklingabringur með olíu og kryddið þær. Skerið eggaldinið í fjórar sneiðar eftir endilöngu og sveppina í sneiðar og veltið öllu saman upp úr olíu.
 2. Setjið kjúklingabringurnar á heitt grillið og grillið þær í um 2 mín á hvorri hlið.
 3. Grillið eggaldinin og sveppasneiðarnar báðum megin. Látið mozzarellasneiðarnar ofan á kjúklingabringurnar, lækkið hitann og steikið áfram þangað til að kjúklingurinn er steiktur í gegn og grænmetið orðið meyrt. Penslið brauðið með olíu og leggið á grillið rétt í lokin.
 4. Staflið eggaldinsneiðum, portobellosneiðum, tómatsneiðum og kjúklingabringum á chiabatta sneiðarnar.

 

 

Að sökkva tönnunum í safaríkar kjúklingabringur á stökku brauði með mjúku og bragðgóðu grænmeti og bráðnuðum osti er stundum einhvern veginn það besta sem hægt er að hugsa sér. Ef ískalt freyðandi öl er í boði, þá er toppnum náð.

 

Þessi uppskrift er úr bókinn: Hollt og fljótlegt eftir Guðrúnu jóhannsdóttur.

Kaloríur 99 5%
Sykur 0g 0%
Fita 11g 16%
Hörð fita 2g 10%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Grillaðar kjúklingabringur á brauði
Amelia Chardonnay
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Amelia Chardonnay
 • Tegund: Hvítvín
 • Land: Chile
 • Lýsing: Hentar vel með laxi og öllu matarmiklu sjávarfangi. Flókið vín sem ræður við fjölbreyttan mat. Þeir sem eru að leita að fullkomnu Chardonnay frá...
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér