Sælgætis fiskur
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 1 stk EPLI
 • 200 gr BLANDAÐ SALAT
 • 250 gr HRÍSGRJÓN, BASMATI
 • 350 gr SVEPPIR, hráir
 • 600 gr SKÖTUSELUR, hrár
 • 0.5 tsk SALT, borðsalt
 • 0.5 tsk PIPAR, svartur
 • 1 tsk PAPRIKUDUFT
 • 0.5 stk PAPRIKA, rauð
 • 100 gr OSTUR, Camembert
 • 3 msk HVEITI
 • 100 gr Beikon

Aðferð:

1.   Fisknum er velt upp úr hveiti krydduðu með salti og pipar og síðan brúnaður á pönnu. 

2.   Epli, beikon, paprika og sveppir steikt á pönnu og lagt yfir fiskinn. 

3.   Setjið svo bita af camenbert eða öðrum osti yfir og stráið svo paprikudufti yfir. 

4.   Þetta er svo bakað á pönnunni í 10 mínútur (eða eftir stærð fiskflaksins)

 

Saltið og piprið eftir smekk.

 

Borið fram með hrísgrjónum og fersku salati. Það er auðvitað líka hægt að nota aðra tegund af fiski í þennan rétt t.d. ýsu.

Kaloríur 515 26%
Sykur 0g 0%
Fita 16g 23%
Hörð fita 4g 20%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Sælgætis fiskur
Jacob´s Creek Three Vines
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Jacob´s Creek Three Vines
 • Tegund: Hvítvín
 • Land: Ástralía
 • Lýsing: Víngerðarmenn Jacob´s Creek eru hér með frábæra útfærslu af léttu og fersku hvítvíni sem að fer sérlega vel með léttum mat, t.d. sjávarréttum,...
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér