Súkkulaðibitakökur
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 1 stk EGG, hænuegg, hrá
 • 150 gr HVEITI
 • 0.5 tsk LYFTIDUFT
 • 125 gr PÚÐURSYKUR
 • 0.25 tsk SALT, borðsalt
 • 120 gr SMJÖR
 • 100 gr SÚKKULAÐI, suðusúkkulaði
 • 125 gr SYKUR, STRÁSYKUR
 • 1 tsk VANILLUDROPAR

Aðferð:

 1. Stillið ofninn á 180°C.
 2. Klæðið tvær bökunarplötur með bökunarpappír.
 3. Setjið hveiti, lyftiduft og salt í stóra skál. Hrærið með sleif og setjið til hliðar.
 4. Þeytið saman smjör, púðursykur og sykur með handþeytara í litla skál.
 5. Setjið eggið og vanilludropana saman við. Þeytið áfram.
 6. Blandið nú eggjablöndunni saman við hveitiblönduna með sleikju. Hrærið hægt og rólega með sleikjunni og veltið deiginu frekar en að hræra í hringi. Það má nefnilega ekki hræra deigið of mikið.
 7. Blandið saxaða súkkulaðinu varlega saman við deigið.
 8. Raðið einni teskeið af deiginu á plöturnar, en hafið nægilegt pláss (miðið við skaft á venjulegri teskeið) á milli kaka því þær munu breiða úr sér.
 9. Bakið í 12-14 mínútur.
 10. Látið kólna.
Kaloríur 737 37%
Sykur 73g 81%
Fita 33g 47%
Hörð fita 20g 100%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Súkkulaðibitakökur
Bach Extrísimo Semi Dulce
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Bach Extrísimo Semi Dulce
 • Tegund: Hvítvín
 • Land: Spánn
 • Lýsing: Vín sem að hentar einkar vel með fiskréttum, fiskisúpum,gráðosti,ljósu kjöti og sætum eftirréttum.
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér