Steinbítur með spergilkáli
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 0.5 stk BLAÐLAUKUR, hrár
 • 2 msk MATAROLÍA
 • 1 msk BRAUÐMYLSNA
 • 1 tsk BASIL
 • 400 gr TÓMATAR, niðursoðnir
 • 600 gr STEINBÍTUR, hrár
 • 200 gr SPERGILKÁL, hrátt
 • 2 msk SÍTRÓNUSAFI, hreinn
 • 1 tsk SALT, borðsalt
 • 0.5 tsk RÓSMARÍN, grein
 • 1 tsk PIPAR, svartur
 • 2 msk OSTUR, Parmesan-

Aðferð:

 1. Hitið olíu á pönnu. Skerið flakið í stykki, saltið það og piprið og bregðið því á heita pönnuna.
 2. Takið fiskinn af pönnunni og látið í smurt, ofnfast fat.
 3. Hellið tómötunum ásamt vökva á pönnuna og merjið þá vel.
 4. Skerið blaðlaukinn í þunnar sneiðar og bætið honum við sósuna ásamt basilikum og rósmaríni.
 5. Látið krauma í fimm mínútur og saltið og piprið eftir smekk.
 6. Skerið spergilkálið í bita og blandið því í sósuna.
 7. Hellið sósunni yfir fiskinn.
 8. Dreifið brauðmylsnu, sítrónusafa og síðast parmesan osti yfir réttinn.
 9. Bakið loklaust við 180°C í 10-15 mínútur.

 

Kaloríur 293 15%
Sykur 0g 0%
Fita 15g 21%
Hörð fita 4g 20%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Steinbítur með spergilkáli
Chablis "La Larme d
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Chablis "La Larme d'or"
 • Tegund: Hvítvín
 • Land: Frakkland
 • Lýsing: Vínið hentar fullkomlega með góðum sjávarréttum og smellpassar t.d. með ostrum. Frábært Chablis vín sem er þægilegt í munni og einstaklega fylgið sér.
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér