Bananamúffur
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 3 stk BANANAR
 • 2 stk EGG, hænuegg, hrá
 • 75 gr HNETUR, valhnetur
 • 450 gr HVEITI
 • 2 tsk LYFTIDUFT
 • 1 tsk SÓDADUFT
 • 180 gr SYKUR, STRÁSYKUR

Aðferð:

 1. Hitið ofninn við 180°C.
 2. Blandið saman hveitinu, lyftiduftinu og bökunarsódanum í stóru skálinni.
 3. Hrærið saman eggjunum, sykrinum og stöppuðu bönununum með gaffli í litlu skálinni.
 4. Blandið blautu hráefnunum MJÖG varlega saman við og alls ekki hræra heldur velta deiginu með sleif. Það má alveg vera fullt af kekkjum og illa blandað saman, þá verða múffurnar léttar og fínar.
 5. Bakið í 20-25 mínútur við 180°C.
Uppskriftin gerir 12 stykki.

Þjóðráð:
Einnig má nota pecanhnetur, eða sleppa má hnetunum alveg.
Kaloríur 692 35%
Sykur 45g 50%
Fita 13g 19%
Hörð fita 1g 5%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Bananamúffur
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér