Steinbítur með engifer og límónum
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 2 msk ÓLÍFUOLÍA
 • 1 tsk PIPAR, svartur
 • 1 tsk SALT, borðsalt
 • 700 gr STEINBÍTUR, hrár
 • 200 gr BLANDAÐ SALAT
 • 1 stk ENGIFER
 • 0.5 tsk FISK KRYDD
 • 2 stk LIME

Aðferð:

1. Kreistið safan úr límónum, og saxið um 3 sm. af engiferrót niður.
2. Blandið saman með fiskikryddi, pipar og salti í skál.
3. Veltið flökunum vel upp úr blöndunni og látið liggja á meðan grillið er hitað, en ekki lengur.
4. Setjið flakið eða flökin í fiskigrind og grillið steinbítinn við góðan hita í 2-4 mín. á hvorri hlið, eftir þykkt.

Berið fram með grilluðu grænmeti eða góðu salati.
Kaloríur 250 12%
Sykur 0g 0%
Fita 13g 19%
Hörð fita 2g 10%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Steinbítur með engifer og límónum
Jacob´s Creek Three Vines
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Jacob´s Creek Three Vines
 • Tegund: Hvítvín
 • Land: Ástralía
 • Lýsing: Víngerðarmenn Jacob´s Creek eru hér með frábæra útfærslu af léttu og fersku hvítvíni sem að fer sérlega vel með léttum mat, t.d. sjávarréttum,...
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér