Steikt hrísgrjón með rækjum
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 1 tsk BLAÐLAUKUR, hrár
 • 200 gr BLANDAÐ SALAT
 • 250 gr HRÍSGRJÓN, BASMATI
 • 2 msk SOJASÓSA
 • 100 gr SKINKA, brauðskinka, soðin
 • 1 tsk SALT, borðsalt
 • 0.5 tsk PIPAR, svartur
 • 3 msk ÓLÍFUOLÍA
 • 2 stk EGG, hænuegg, hrá
 • 8 stk BRAUÐ, dökk hveitibrauð
 • 200 gr RÆKJUR

Aðferð:

 1. Sjóðið hrísgrjón og kælið eða notið afganga frá deginum áður.
 2. Hrærið eggin létt með gaffli og búið til þunna eggjaköku (best að nota stóra pönnu). Notið vel af olíu svo eggin festist ekki við en einnig er gott að nota teflonpönnu ef þið eigið svoleiðis. Skerið í strimla.
 3. Hitið olíu á pönnu og mýkið blaðlaukinn í sneiðum.
 4. Bætið grjónunum á pönnuna og hrærið vel í.
 5. Bætið skinkunni ( í strimlum) og rækjunum saman við og kryddið með salti og pipar (og öðru ef þið viljið).
 6. Bætið eggjakökustrimlunum út í og berið fram með góðu brauði, sojasósu og salati.
 7. Rétturinn er frábær í nesti daginn eftir. Ef þið hitið réttinn upp aftur er best að gegnum hita hann.
Kaloríur 307 15%
Sykur 0g 0%
Fita 13g 19%
Hörð fita 2g 10%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Steikt hrísgrjón með rækjum
Campo Viejo Crianza
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Campo Viejo Crianza
 • Tegund: Rauðvín
 • Land: Spánn
 • Lýsing: Frábært Crianza frá einu vinsælasta vínræktarsvæði Spánar. Frábært með Tapas og ostum.
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér