SS Hangikjöt
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 1 stk BAUNIR, grænar, niðursoðnar
 • 800 gr HANGIKJÖT, hrátt
 • 2000 ml Vatn
 • 500 gr KARTÖFLUR, hráar
 • 4 stk LAUFABRAUÐ
 • 1 msk SYKUR, STRÁSYKUR

Uppstúfur:

 • 2 msk SYKUR, STRÁSYKUR
 • 50 gr SMJÖRLÍKI, Akra
 • 0.5 tsk SALT, borðsalt
 • 1000 ml LÉTTMJÓLK
 • 50 gr HVEITI
 • 0.25 tsk PIPAR, hvítur

Aðferð:

 1. Kjötið er sett í hæfilega stóran pott. Ef sjóða á heilt læri má nota stóran steikarpott með loki og setja hann á tvær eldavélahellur.
 2. Köldu vatni er hellt yfir og sykri bætt í pottinn. Lok sett á pottinn og hitað mjög rólega að suðu, það gæti tekið allt að 45 mínútur.
 3. Þegar sýður er hitinn lækkaður og kjötið látið malla í 10-15 mínútur við hægan hita. Þá er slökkt undir pottinum en hann ekki tekinn af hellunni.
 4. Kjötið er látið kólna næstum alveg í soðinu en síðan tekið uppúr og geymt í kæli. Best er að taka það út nokkru áður en það er borið fram svo það sé ekki alveg ískalt.
 5. Berið fram með t.d. kartöfluuppstúfi, grænum baunum og laufabrauði.

  Uppstúfur:
  Smjörlíkið er brætt í potti, hveitinu hrært saman við svo að úr verði smjörbolla. Bætið mjólkinni varlega í og hrærið uns kekkjalaust. Látið sjóða í nokkrar mínútur og hrærið vel í á meðan. Kryddið með salti, sykri og pipar.
Kaloríur 708 35%
Sykur 11g 12%
Fita 35g 50%
Hörð fita 15g 75%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
SS Hangikjöt
La Habanera Kassavín
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • La Habanera Kassavín
 • Tegund: Rauðvín
 • Land: Spánn
 • Lýsing: Þetta vín hefur legið 6 mánuði á eik og er frábært með lambi og grillmat.
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér