Bananabrauð
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 3 stk BANANAR
 • 2 stk EGG, hænuegg, hrá
 • 250 gr HVEITI, próteinríkt
 • 2 tsk LYFTIDUFT
 • 60 ml ÓLÍFUOLÍA
 • 0.5 tsk SALT, borðsalt
 • 0.25 tsk SÓDADUFT
 • 180 gr SYKUR, STRÁSYKUR

Aðferð:

 1. Hitið ofninn í 180°C.
 2. Hrærið eggin saman í litlu skálinni.
 3. Blandið saman hveitinu, lyftiduftinu, bökunarsódanum og saltinu í meðalstóru skálina.
 4. Hitið olíuna aðeins í t.d. örbylgjuofni.
 5. Blandið saman olíunni og sykrinum í stóru skálina þangað til allt blandast vel saman (gott er að hræra svolítið vel).
 6. Blandið eggjunum saman við olíuna og sykrinum í stóru skálinni og hrærið vel. Blandið saman smávegis af stöppuðu bönununum og hrærið aðeins meira.
 7. Bætið hveiti saman við bananablönduna í stóru skálinni og skiptist á að setja banana og hveiti þangað til allt er búið.
 8. Hellið deiginu í smurt brauðform.
 9. Bakið í 70 mínútur.
 10. Takið brauðið úr (passið að brenna ekki fingurna!) og látið kólna helst á vírgrind í um 10 mínútur áður en þið byrjið að borða brauðið.
Kaloríur 530 26%
Sykur 45g 50%
Fita 16g 23%
Hörð fita 3g 15%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Bananabrauð
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér