Smjörsteiktur humar með spínatsa...
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 8 stk BRAUÐ, heilhveitibrauð
 • 5 stk HVÍTLAUKSRIF
 • 4 msk STEINSELJA
 • 200 gr SPÍNAT, hrátt
 • 20 stk SPERGILL / ASPARGUS, hrár
 • 80 gr SMJÖR
 • 1 tsk SALT, borðsalt
 • 1 tsk PIPAR, svartur
 • 600 gr HUMAR, hrár
 • 4 stk SVEPPIR, Portobello

Aðferð:

 1. Hitið 2 msk. af smjöri á pönnu þar til það verður fallega brúnt.
 2. Setjið þá humarinn á pönnuna og kryddið með hvítlauk (pressuðum), salti og pipar.
 3. Steikið í 1 mín.
 4. Bætið við 70 gr. af smjöri á pönnuna, ásamt aspas og sveppum, og látið krauma í 1 mín.
 5. Blandið að lokum spínati og steinselju (niðursaxaðri) saman við.

Berið fram með ristuðu brauði.
Kaloríur 269 13%
Sykur 0g 0%
Fita 18g 26%
Hörð fita 9g 45%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Smjörsteiktur humar með spínatsalati, Portobello sveppum og aspas
Jacobs Creek Semillon Chardonnay
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Jacobs Creek Semillon Chardonnay
 • Tegund: Hvítvín
 • Land: Ástralía
 • Lýsing: Frábært sumarvín sem hefur unnið til fjölda verðlauna.
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér