Skötuselur með pastaskeljum og k...
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 4 stk BEIKON, hrátt
 • 2 stk ENGIFER
 • 2 stk FISKTENINGAR
 • 3 stk HVÍTLAUKSRIF
 • 125 gr OSTUR, Kastala
 • 2 msk MATAROLÍA
 • 300 gr RÆKJUR
 • 2 stk BRAUÐ, snittu-
 • 1 msk SÓSUJAFNARI
 • 200 gr BLANDAÐ SALAT
 • 4 dl Vatn
 • 0.5 stk BLAÐLAUKUR, hrár
 • 2 tsk KARRÍ, duft
 • 300 gr PASTA, soðið
 • 1 tsk PIPAR, svartur
 • 2.5 dl RJÓMI
 • 1 tsk SALT, borðsalt
 • 400 gr SKÖTUSELUR, hrár
 • 2 msk STEINSELJA
 • 2.5 tsk TURMERIK

Aðferð:

 1. Skerið fiskinn í litla bita og snöggsteikið hann í matarolíu. Kryddið með salti og pipar. Takið fiskinn af pönnunni og leggið til hliðar.
 2. Saxið blaðlauk og steikið ásamt beikoni. Leysið fiskteninga upp í vatninu og hellið út á pönnuna, kryddið með túrmeriki, karríi, engiferi og söxuðum hvítlauk. Hellið rjómanum út í og hleypið upp suðu. Bragðbætið með salti og pipar eftir smekk. Þykkið sósuna með sósujafnara.
 3. Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum á pakka.
 4. Setjið steikta fiskinn út í sósuna ásamt pasta og rækjum (takið frá nokkrar rækjur til skrauts). Sneiðið kastalaostinn og setjið hann ofan á og látið hann bráðna.
 5. Skreytið réttinn með saxaðri steinselju og rækjum.

Berið fram með brauði og salati.

Kaloríur 490 24%
Sykur 0g 0%
Fita 26g 37%
Hörð fita 4g 20%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Skötuselur með pastaskeljum og kastalaosti
Casillero del Diablo Chardonnay
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Casillero del Diablo Chardonnay
 • Tegund: Hvítvín
 • Land: Chile
 • Lýsing: Gott með fiskréttum, kjúklingi og salötum. Eitt mest selda hvítvínið frá Chile á heimsvísu - þarf að segja meira ?
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér