Skötuselur með ananas
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 1 stk ANANAS, hrár
 • 1 tsk PIPAR, Sítrónu-
 • 3 msk MATAROLÍA
 • 1 stk FISKTENINGAR
 • 4 dl Vatn
 • 900 gr SKÖTUSELUR, hrár
 • 1 tsk SALT, Miðjarðarhafssalt
 • 1 stk PAPRIKA, rauð
 • 100 gr OSTUR, rjómaostur, 27% fita
 • 1.25 dl HVÍTVÍN, millisætt
 • 1 msk SÓSUJAFNARI

Aðferð:

Sósa:
1. Saxið paprikuna smátt og hitið í olíu á pönnu.
2. Hitið vatn og tening í potti.
3. Blandið rjómaostinum út í soðið. Setjið paprikuna og hvítvínið í sósuna. Kryddið með piparblöndu.
4. Þykkið sósuna með sósujafnara.

5. Afhýðið ananasinn og skerið í sneiðar.
6. Hitið tvær matskeiðar af olíu á pönnu og steikið ananasinn á báðum hliðum. Takið ananasinn af pönnunni.

Fiskur:
7. Kryddið skötuselssneiðarnar með salti og pipar og steikið í 2-3 mínútur á hvorri hlið, gætið þess að ofsteikja hann ekki.
8. Raðið skötusel og ananas á fat og berið sósuna fram í skál.

Meðlæti:
Berið fram með hrísgrjónablöndu með villtum hrísgrjónum og salati úr kínakáli og ávöxtum.

 

Skötuselurinn er bestur í sneiðum með beini í þessum rétti.

Kaloríur 359 18%
Sykur 0g 0%
Fita 21g 30%
Hörð fita 7g 35%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Skötuselur með ananas
Casillero del Diablo Chardonnay
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Casillero del Diablo Chardonnay
 • Tegund: Hvítvín
 • Land: Chile
 • Lýsing: Gott með fiskréttum, kjúklingi og salötum. Eitt mest selda hvítvínið frá Chile á heimsvísu - þarf að segja meira ?
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér