Skinkuhorn (8 stykki)
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 1 stk EGG, hænuegg, hrá
 • 1 msk GER, pressuger
 • 200 gr HEILHVEITI
 • 500 gr HVEITI
 • 100 gr OSTUR, skinkuostur
 • 100 gr SKINKA, brauðskinka, soðin
 • 100 gr SMJÖRLÍKI, Ljóma
 • 5 dl Vatn
 • 1.5 tsk SALT, Maldon-

Aðferð:

 1. Notið litla skál og leysið gerið upp í 2 dl af vatninu. Vatnið þarf að vera 37°C heitt.
 2. Notið aðra litla skál og bræðið smjörlíkið í hinum hlutanum af vatninu (3 dl).
 3. Setjið heilhveitið og saltið saman í stóra skál.
 4. Hrærið smjörvatnið og gerið ásamt vatninu saman við.
 5. Bætið hveitinu við smátt og smátt.
 6. Hrærið og hnoðið. Gott að nota hrærivél.
 7. Látið hefast í skálinni í 15 mínútur á hlýjum stað.
 8. Hnoðið upp deigið og skiptið því í tvennt.
 9. Fletjið út með kökukefli og skerið í hring eftir stórum diski.
 10. Smyrjið myrjunni eða smurostinum á.
 11. Saxið skinkuna smátt og stráið henni yfir.
 12. Skerið í 8 hluta (eins og pizzusneiðar).
 13. Rúllið upp og byrjið á breiðari endanum.
 14. Penslið hornin með létthrærðu eggi.
 15. Bakið í 15 mínútur við 250°C

Þjóðráð:
Gott er að dreifa svolítið af rifnum osti yfir skinkuhornin rétt áður en þau fara inn í ofn.

Kaloríur 843 42%
Sykur 0g 0%
Fita 28g 40%
Hörð fita 13g 65%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Skinkuhorn (8 stykki)
Sunrise Sauvignon Blanc.
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Sunrise Sauvignon Blanc.
 • Tegund: Hvítvín
 • Land: Chile
 • Lýsing: Sunrise Sauvignon Blanc er enn ein viðbótin við frábæra flóru frá Sunrise. Þess má geta að þetta vín er óeikað.
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér