Rjómalöguð blaðlaukssúpa
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 1 stk BLAÐLAUKUR, hrár
 • 200 ml MJÓLK
 • 2 stk GRÆNMETISTENINGUR
 • 1 stk EGGJARAUÐA
 • 1 dl Vatn
 • 2 tsk SOJASÓSA
 • 1 msk SMJÖR
 • 0.5 stk SALT, borðsalt
 • 300 ml RJÓMI, matreiðslurjómi
 • 1 stk LAUKUR, hrár
 • 25 gr HVEITI
 • 2 stk BRAUÐ, snittu-

Aðferð:

 1. Sneiðið blaðlauk og lauk og látið krauma í potti í smjörinu í 3-5 mínútur eða þangað til laukurinn er orðinn glær. Brúnið ekki.
 2. Bætið hveitinu saman við og hrærið vel. Gott er að taka pönnuna af hitanum á meðan.
 3. Blandið grænmetisteningunum og hrærið mjög vel. Bætið vatninum og mjólkinni útí.
 4. Látið suðuna koma upp og leyfið þessu að malla í 5-10 mínútur með lokinu á pönnunni.
 5. Kryddið með soyasósu.
 6. Hellið rjóma út í og hitið aftur að suðu. Hitið varlega.
 7. Hrærið eggjarauðuna með smávegis af vatni og hellið varlega út í súpuna.
 8. Hitið vel en látið ekki sjóða.
 9. Berið fram með heitu, nýju brauði.
 10. Gott er að setja smávegis af þeyttum rjóma á hvern súpudisk.
Kaloríur 187 9%
Sykur 0g 0%
Fita 15g 21%
Hörð fita 9g 45%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Rjómalöguð blaðlaukssúpa
Campo Viejo Crianza
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Campo Viejo Crianza
 • Tegund: Rauðvín
 • Land: Spánn
 • Lýsing: Frábært Crianza frá einu vinsælasta vínræktarsvæði Spánar. Frábært með Tapas og ostum.
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér