Fylltar bakaðar kartöflur II
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 1 tsk ÓLÍFUOLÍA
 • 1 tsk SALT, borðsalt
 • 4 stk SVEPPIR, hráir
 • 50 gr SÝRÐUR RJÓMI, 10% fita
 • 4 stk KARTÖFLUR, Bökunar-
 • 1 stk HVÍTLAUKSRIF
 • 50 gr OSTUR, Rifinn

Aðferð:

 1. Saxið sveppina, blaðlaukinn og merjið hvítlaukinn.
 2. Steikið á pönnu upp úr ólífuolíu.
 3. Penslið bökunarkartöflurnar með 1 tsk af ólífuolíu og setjið þær í ofninn eða á grillið á um 240°C og bakið í um 20 -25 mínútur.
 4. Skerið kartöflurnar í hálft og hreinsið innan úr þeim í skál.
 5. Blandið saman við steikta grænmetið ásamt sýrðum rjóma, sveppum og hvítlauk.
 6. Saltið og kryddið að vild.
 7. Fyllið helmingana með maukinu, stráið rifnum osti yfir og bakið á um 180°C í 15-20 mínútur eða þangað til osturinn er orðinn gullbrúnn.

Einnig er gott að setja ólífumauk saman við ásamt gráðaosti o.fl.

Kaloríur 60 3%
Sykur 0g 0%
Fita 5g 7%
Hörð fita 2g 10%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Fylltar bakaðar kartöflur II
Tommasi Le Prunée Merlot
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Tommasi Le Prunée Merlot
 • Tegund: Rauðvín
 • Land: Ítalía
 • Lýsing: Tommasi "Le Prunée" Merlot er mjög gott með grilluðu lambakjöti, bragðmiklum pastaréttum, lasagna og ostum af ýmsu tagi. Enn ein skrautfjöðurin frá...
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér