Pizzasnúðar
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 30 gr GER, þurrger
 • 1000 gr MJÓLK
 • 200 gr SYKUR, STRÁSYKUR
 • 195 gr SMJÖRLÍKI, Ljóma
 • 100 gr SKINKA, brauðskinka, soðin
 • 1 msk SALT, borðsalt
 • 100 gr PEPPERONI
 • 400 gr OSTUR, blokkostur, 17% fita
 • 1300 gr HVEITI
 • 400 ml PIZZASÓSA

Aðferð:

 1. Hitið saman helminginn af mjólkinni og smjörlíkið og leysið gerið upp í vökvanum.
 2. Sykur, hveiti, salt, rest af mjólk og ostur sett út í og hnoðað vel.
 3. Hakkið/saxið saman skinku, pepperoni og hrærið pizzasósunni saman við.
 4. Fletjið deigið út og smyrjið fyllingunni á. Rúllið því upp í lengjur og skerið í sneiðar og raðið á plötu.
 5. Bakið í um 15-20 mínútur í forhituðum ofni við 200°C.
Kaloríur 2226 111%
Sykur 50g 56%
Fita 74g 106%
Hörð fita 35g 175%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Pizzasnúðar
Sunrise Sauvignon Blanc.
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Sunrise Sauvignon Blanc.
 • Tegund: Hvítvín
 • Land: Chile
 • Lýsing: Sunrise Sauvignon Blanc er enn ein viðbótin við frábæra flóru frá Sunrise. Þess má geta að þetta vín er óeikað.
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér