Baka úr sætum kartöflum
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 3 stk EGG, hænuegg, hrá
 • 1 tsk VANILLUDROPAR
 • 500 gr SÆTAR KARTÖFLUR
 • 120 gr SYKUR, STRÁSYKUR
 • 150 gr SMJÖR
 • 200 gr HVEITI
 • 1 tsk MÚSKAT

Sósa:

 • 1 tsk SALT, borðsalt
 • 4 dl RJÓMI
 • 1 tsk KANILL

Aðferð:

Bökuskel:

 1. Smyrjið bökumót með smjörlíki.

 2. 200 gr. hveiti, salt á hnífsoddi og 50 gr. sykur blandað saman í skál.

 3. Smjörinu er hrært saman við meðhöndun og að lokum 1 stk. egg sett í og hrært þar til deigið er orðið þétt.

 4. Deigið er svo flatt út í mótið. Passið að þrýsta vel upp með hliðunum.

Fyllingin:

 1. Hýðið að sætu kartöflunum flett af.

 2. Kartöflurnar soðnar og stappaðar (hægt er að nota handþeytara)

 3. 50 gr. af smjöri bætt við og svo restinni af innihaldinu og þeytt vel saman í 3-4 mín (jafnan er frekar þunn).

 4. Jöfnunni er hellt í bökuskelina og sett inn í ofn.

 5. Bakað í 50 mín. við 175°.

Smekksatriði er hvort bakan eigi að vera volg eða köld.
Bakan er góð með kalkún, lambakjöti og hamborgarhrygg.
Sneið af kaldri bökunni með rjóma er himnesk með kaffinu!

Kaloríur 724 36%
Sykur 30g 33%
Fita 35g 50%
Hörð fita 20g 100%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Baka úr sætum kartöflum
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér