Kjötsúpa með sveppum
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 1 stk BLAÐLAUKUR, hrár
 • 1500 gr Vatn
 • 200 gr SVEPPIR, hráir
 • 1 dl STEINSELJA
 • 1 tsk SALT, borðsalt
 • 0.5 tsk PIPAR, svartur
 • 1 stk PAPRIKA, græn
 • 1000 gr LAMBAKJÖT, súpukjöt, hrátt
 • 3 stk GULRÆTUR, hráar
 • 1 stk GULRÓFUR, hráar
 • 2 stk LÁRVIÐARLAUF

Aðferð:

 1. Skerið kjötið af beinunum en hendið þeim ekki. Hreinsið burt hluta af fitunni og skerið kjötið síðan í fremur litla bita.
 2. Setjið kjötið og beinin í pott (gott er að binda grisju utan um beinin en það er ekki nauðsynlegt). Hellið köldu vatni yfir, hitið að suðu, látið sjóða rösklega í nokkrar mínútur og fleytið froðu ofan af.
 3. Skerið gulræturnar í fremur þunnar sneiðar. Skerið blaðlaukinn í 3-4 sm bita og hvern bita síðan í mjóar ræmur. Setjið grænmetið út í ásamt lárviðarlaufi, kryddið með pipar og salti og látið súpuna malla við hægan hita undir loki í um hálftíma.
 4. Afhýðið gulrófuna og skerið hana í litla teninga, um 1 sm á kant. Fræhreinsið paprikuna og skerið hana í bita og skerið sveppina í sneiðar.
 5. Setjið grænmetið út í og látið malla í opnum potti í um 15 mínútur, eða þar til kjötið og grænmetið er meyrt.
 6. Fjarlægið beinin og lárviðarlaufin og hendið þeim.
 7. Smakkið súpuna og bragðbætið með pipar og salti eftir smekk. Saxið kerfil eða steinselju smátt og stráið yfir.
Kaloríur 758 38%
Sykur 0g 0%
Fita 66g 94%
Hörð fita 32g 160%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Kjötsúpa með sveppum
La Habanera Kassavín
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • La Habanera Kassavín
 • Tegund: Rauðvín
 • Land: Spánn
 • Lýsing: Þetta vín hefur legið 6 mánuði á eik og er frábært með lambi og grillmat.
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér