Baileysmousse
Uppskrift fyrir

Innihald:

  • 500 ml RJÓMI
  • 100 gr SÚKKULAÐI, rjómasúkkulaði
  • 5 gr HINDBER
  • 100 gr SÚKKULAÐI, dökkt
  • 50 gr BAILEYS

Aðferð:

1. Látið 200 ml af rjóma sjóða og takið af hitanum.
2. Hellið 1/3 af rjómanum yfir súkkulaðið og látið bráðna.
3. Hrærið saman í fastan massa og hellið restinni af soðna rjómanum út í.
4. Setjið Baileys út í og látið standa í smá stund (má nota hitamæli og þá þar til massinn er c.a. 35°)
5. Léttþeytið 300 ml. af rjóma og blandið nær öllu saman við.
6. Setjið búðinginn í glös (t.d. rauðvínsglös) og 5 hindber í hvert glas.
7. Skreytið með smávegis af rjóma, rifnu súkkulaði, kakói og hálfu hindberi

Kaloríur 732 37%
Sykur 17g 19%
Fita 65g 93%
Hörð fita 38g 190%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Baileysmousse
  • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér