Kjúklinga- eða humarréttur í Swe...
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 15 stk BAUNASPÍRUR, sojabauna-, hrár
 • 8 stk MAÍS, smá-
 • 2 msk KORIANDER
 • 3 stk HVÍTLAUKSRIF
 • 200 gr BLANDAÐ SALAT
 • 250 gr HRÍSGRJÓN, BASMATI
 • 1 tsk SALT, borðsalt
 • 0.5 stk PIPAR, svartur
 • 3 msk ÓLÍFUOLÍA
 • 600 gr Kjúklingabringur, án skinns
 • 0.25 stk HVÍTKÁL, hrátt
 • 500 gr HUMAR, hrár
 • 2 dl SWEET CHILI SÓSA

Aðferð:

 1. Kryddið kjúklinginn, eða humarinn, með salti, pipar og hvítlauk.
 2. Steikið í olíu á pönnu (humar á vel heitri pönnu í eina mínútu).
 3. Þegar kjúklingur er orðin steiktur bætið þá hvítkáli, maís (skorin í helminga), og baunaspírum á pönnuna og steikið í 20 sek. til viðbótar.
 4. Setjið þá allt af pönnunni í skál og helli chilli-sósuna yfir.
 5. Blandið vel saman, skiptið á 4 diska og dreifið fersku kóríander (smátt skornu) yfir.

Berið fram með hrísgrjónum og salati. 
Notast má við bæði kjúkling og humar, eða annað hvort.
Kaloríur 484 24%
Sykur 3g 3%
Fita 14g 20%
Hörð fita 3g 15%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Kjúklinga- eða humarréttur í Sweet Chilisósu
Jacob
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Jacob's Creek Chardonnay
 • Tegund: Hvítvín
 • Land: Ástralía
 • Lýsing: Frábært eitt og sér en hentar sérstaklega vel með sjávarréttum af ýmsu tagi. Silungur og bleikja passa einnig vel með sem og salöt og kjúklingur.
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér