Apríkósugljáðar lambalærissneiðar
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 50 ml EPLASAFI, hreinn
 • 2.5 tsk KARRÍ, duft
 • 600 gr LAMBALÆRISSNEIÐAR, steiktar
 • 2 msk ÓLÍFUOLÍA
 • 1 tsk PIPAR, svartur
 • 1 tsk SALT, borðsalt
 • 4 msk SULTA, berjasulta
 • 125 ml BBQ SÓSA
 • 1 msk EDIK, Hvítvíns-

Aðferð:

 1. Snyrtið lærissneiðarnar ögn ef þær eru með þykkri fiturönd.

 2. Blandið saman 2 msk. af apríkósusultu, 2 msk. af barbecue-sósu, olíu, 1,5 msk. af karrídufti, pipar og salti og smyrjið á lærissneiðarnar.Látið standa á meðan grillið er hitað.

 3. Hitið grillið.

 4. Grillið lærissneiðarnar við meðalhita í 3-4 mínútur á hvorri hlið. Fylgist vel með þeim, gljáinn getur verið fljótur að brenna.


Apríkósu-barbecue-sósa:
Restin af bbq sósunni, karrýinu og sultunni, salt, pipar, eplasafi og vínedik.
Setjið allt í pott, hrærið vel saman, hitið að suðu og látið malla í nokkrar mínútur.

Kaloríur 439 22%
Sykur 10g 11%
Fita 22g 31%
Hörð fita 7g 35%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Apríkósugljáðar lambalærissneiðar
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér