Jurtakryddaður kalkúnn með gómsæ...
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 1 kg KALKÚNAR, kjöt án skinns, hrátt
 • 0.5 stk SÍTRÓNUR

Einiberjasósa:

 • 2 msk OSTUR, mysingur
 • 0.5 tsk SALT, borðsalt
 • 6 dl RJÓMI
 • 4 msk RIFSBERJAHLAUP
 • 1.5 msk SÓSUJAFNARI
 • 6 dl KALKÚNASOÐ
 • 20 stk EINIBER
 • 0.5 tsk PIPAR, svartur

Hlynsírópskartöflur:

 • 600 gr KARTÖFLUR, hráar
 • 90 gr SÍRÓP, Hlyn-

Hrísgrjónafylling:

 • 0.5 msk STEINSELJA
 • 0.5 dl SVEPPIR, hráir
 • 2 gr HVÍTLAUKSRIF
 • 0.25 dl KORIANDER
 • 0.5 dl HNETUR, Pecan
 • 0.5 dl EPLI, Þurrkuð
 • 1 stk SELLERÍ, stilksellerí
 • 0.5 tsk SALT, borðsalt

Hrísgrjónafylling :

 • 1 stk BRAUÐ, franskbrauð

Hrísgrjónafylling:

 • 0.25 dl DRYKKJARMJÓLK, 0,5% fita, hrein
 • 1 stk EGG, hænuegg, hrá
 • 50 gr HRÍSGRJÓN, hvít, póleruð, soðin
 • 0.5 tsk PIPAR, svartur
 • 0.25 stk LAUKUR, hrár

Kryddlögur:

 • 1 tsk SALT, borðsalt
 • 1 tsk SALVÍA
 • 3 dl ÓLÍFUOLÍA
 • 9 gr HVÍTLAUKSRIF
 • 1 tsk PIPAR, svartur

Rauðkáls- og ávaxtasalat:

 • 200 gr VÍNBER
 • 400 gr RAUÐKÁL, hrátt
 • 1 dl RÚSÍNUR
 • 1 stk APPELSÍNUR

Aðferð:

Best er að láta kalkúninn þiðna í kæliskáp því þá helst hann safaríkari og svo er það líka öruggara heilsunnar vegna.

Fylling:

1. Blandið soðnum hrísgrjónum, söxuðu sellerí, epli, hnetum, sveppum, lauk, kóríander, steinselju og 2 pressuðum hvítlauksrifjum saman í skál

2. Setjið skorpulaust brauð egg og mjólk í matvinnsluvél, bætið saman við og kryddið með salti og pipar. Gott er að miða við u.þ.b. 1 tsk. af salti á hvert kg. af fyllingu.

Kalkúnn:

3. Hitið ofninn í 150° C

4. Þvoið kalkúninn og takið burt óþarfa fitu og innifly ef þau fylgja og setjið til hliðar, en þau eru mjög góð til að sjóða sér og gera kraft fyrir sósuna.

5. Nuddið sítrónunni innan í og utan á kalkúninn.

6. Setjið fyllinguna í kalkúninn og lokið fyrir með álpappír eða nælið saman með stórri nál.

7. Blandið saman ólífuolíu, 3 söxuðum hvítlauksgeirum, basikíku, salvíu, salti og pipar og penslið þessari kryddblöndu yfir allan kalkúninn.

8. Setjið kalkúninn í stóran steikarpott og steikið í 3-3,5 tíma eða þar til kjarnhitamælir sýnir 72°C þar sem kjötið er þykkast (t.d. innanvert læri). Miðað er við að steikartími meðalstórs kalkúns sé 40-45 mínútur á hvert kíló við 150°C. Bringan á fuglinum á að snúa upp á meðan á steikingu stendur, ef maður er hræddur um að bringan þorni má sprauta inní hana smá smjörklípum og hafa álpappír yfir seinnihluta steikingartímans. Það er nauðsynlegt að opna pottinn nokkrum sinnum á steikingartímanum og ausa yfir kalkúninn svo hann þorni ekki.

9. Þegar 15-20 mínútur eru eftir af steikingartímanum er tekið ofan af fuglinum og hann brúnaður við 200-250°C.

10. Þegar fuglinn er steiktur er gott að taka hann úr ofninum og láta hann standa um stund áður en hann er skorinn, þá helst hann safaríkari en ella.

Meðlæt:

Einiberjasósa, rauðkáls- og ávaxtasalat eða jólasalat og hlynsírópskartöflur.

 

Einiberjasósa:

Búið til kalkúnasoð með því að sjóða innyflin úr kalkúnanum í vatni í a.m.k. klukkustund og síið síðan vökvann.

Setjið kalkúnasoð, rjóma og einiber í pott og sjóðið þar til u.þ.b. 6 dl eru eftir. Hrærið út í hrútaberjahlaupi og mysingi með pískara og smakkið til með salti og pipar. Þykkið með sósujafnara ef sósan er þynnt á ný. Auka má kalkúnabragðið með að taka smá soð af kalkúnanum þegar hann er fullsteiktur.

 

Rauðkáls- og ávaxtasalat:

Skerið rauðkálið í smáa strimla. Afhýðið appelsínuna og skerið í bita, Skerið græn vínber í tvennt og takið burt steina ef einhverjir eru. Blandið saman og setjið rúsínur og safa úr einni appelsínu yfir.

 

Hlynsírópskartöflur:

Sjóðið kartöflurnar í örlítið söltuðu vatni. Hellið vatninu af og hellið hlynsýrópinu yfir og blandið vel. Þetta eru mínar sykurbrúnuðu kartöflur, bragðið af hlynsýrópinu á einstaklega vel við bragðið af kartöflunum.

 

!!ATH!! Uppskriftin miðast við 12 manns að þessu sinni þar sem kalkúnn er í eðli sínu stór. 1 heill kalkúnn er um 5 kg.

Kaloríur 746 37%
Sykur 1g 1%
Fita 22g 31%
Hörð fita 7g 35%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Jurtakryddaður kalkúnn með gómsætri fyllingu
Jacobs Creek Semillon Chardonnay
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Jacobs Creek Semillon Chardonnay
 • Tegund: Hvítvín
 • Land: Ástralía
 • Lýsing: Frábært sumarvín sem hefur unnið til fjölda verðlauna.
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér