Ítalíu kjúklingur með skinku og ...
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 800 gr Kjúklingabringur, án skinns
 • 2 msk MATAROLÍA
 • 1 stk KJÚKLINGAKRAFTUR
 • 250 gr HRÍSGRJÓN, BASMATI
 • 3 stk Tómatar
 • 100 gr SÝRÐUR RJÓMI, 10% fita
 • 4 stk SKINKA, brauðskinka, soðin
 • 1 tsk SALT, borðsalt
 • 1 tsk PIPAR, svartur
 • 4 stk OSTUR, blokkostur, 17% fita
 • 4 stk SALVÍA

Aðferð:

 1. Takið skinn af kjúklingabringum.
 2. Ristið með hnífi ofan í hverja bringu og búið til einskonar vasa.
 3. Setjið eina ostasneið, eina skinkusneið og eitt ferskt salvíublað í hvern vasa.
 4. Þrýstið bringunum saman aftur og látið bíða í 30-40 mín.
 5. Hitið olíu á pönnu og steikið bringurnar vel í 3-4 mín. á hvorri hlið. Kryddið með salti og pipar.
 6. Hellið kjúklingakraftinum (vatn+teningur) yfir réttinn og hitið í augnablik.

Soðin hrísgrjón og tómatsneiðar með sýrðum rjóma eru tilvalin með þessum rétti.

Kaloríur 439 22%
Sykur 0g 0%
Fita 13g 19%
Hörð fita 4g 20%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Ítalíu kjúklingur með skinku og osti
Tommasi Poggio al Tufo Rompicollo
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Tommasi Poggio al Tufo Rompicollo
 • Tegund: Rauðvín
 • Land: Ítalía
 • Lýsing: Rompicollo Pogio al Tufo er enn ein skrautfjöðurin í vínflóruna frá Tommasi. Nú hafa þeir fært út kvíarnar og eru farnir að fjárfesta í vínekrum í...
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér