Indverskur lambakarríréttur
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 350 gr BLÓMKÁL, hrátt
 • 1 tsk TURMERIK
 • 2 stk LÁRVIÐARLAUF
 • 1 tsk KORIANDER
 • 1 stk KANILSTÖNG
 • 4 stk HVÍTLAUKSRIF
 • 1 msk ENGIFER
 • 0.5 stk CHILI Rauður
 • 250 gr HRÍSGRJÓN, BASMATI
 • 400 ml Vatn
 • 1 tsk SALT, borðsalt
 • 1 tsk PIPAR, svartur
 • 4 msk ÓLÍFUOLÍA
 • 8 stk NANBRAUÐ
 • 2 stk LAUKUR, hrár
 • 600 gr LAMBAKJÖT, millifeitt, steikt
 • 1.5 tsk KÚMEN
 • 200 gr Strengjabaunir

Aðferð:

 1. Kjötið skorið í litla bita, 1 - 1 1/2 cm á kant.
 2. Olían hituð á stórri pönnu.
 3. Laukur, hvítlaukur og engifer saxað og látið krauma á pönnunni við meðalhita í nokkrar mínútur. Kryddinu stráð yfir, hrært og látið krauma í nokkrar mínútur í viðbót, þar til allt er farið að ilma vel.
 4. Þá er kjötinu bætt á pönnuna smátt og smátt og hrært oft á meðan. Látið krauma þar til kjötið hefur allt tekið lit. Vatni hellt á pönnuna og látið malla við hægan hita í 30-40 mínútur, eða þar til kjötið er meyrt.
 5. Blómkálinu skipt í litla kvisti og strengjabaunirnar skornar í 3-4 cm búta.
 6. Grænmetið sett á pönnuna og látið malla áfram undir loki í um 8 mínútur.
 7. Kjötið sett á fat, svolitlu garam masala e.t.v. stráð yfir, og borið fram með soðnum hrísgrjónum og e.t.v. naan-brauði.
Kaloríur 669 33%
Sykur 0g 0%
Fita 42g 60%
Hörð fita 16g 80%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Indverskur lambakarríréttur
Concha y Toro Trio
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Concha y Toro Trio
 • Tegund: Rauðvín
 • Land: Chile
 • Lýsing: Magnað vín með kjötréttum af ýmsu tagi. Kjúklingur og lambakjöt passa mjög vel með en líka bragðmeira kjöt eins og t.d. nautakjöt og villibráð.
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér