Indverskur grænmetisréttur
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 150 gr AB - MJÓLK
 • 2 stk CHILI Grænn
 • 1 tsk ENGIFER
 • 1 stk HVÍTLAUKSRIF
 • 3 stk KANILSTÖNG
 • 0.25 tsk KARDIMOMMUDROPAR
 • 1 tsk KORIANDER
 • 1 msk MATAROLÍA
 • 0.5 tsk GARAM MASALA, Krydd
 • 400 ml Vatn
 • 1 msk TÓMATÞYKKNI / TÓMATPURE
 • 0.5 stk SPERGILKÁL, hrátt
 • 0.5 stk BLÓMKÁL, hrátt
 • 2 stk GULRÆTUR, hráar
 • 6 stk KARTÖFLUR, hráar
 • 2 stk LAUKUR, hrár
 • 0.5 tsk PIPAR, svartur
 • 150 ml RJÓMI, matreiðslurjómi
 • 1 tsk SALT, borðsalt
 • 75 gr SMJÖRLÍKI, Akra
 • 1 tsk CHILI, krydd

Aðferð:

 1. Blandið saman í skál ab mjólk, tómatpúrru, garam masala, engifer, chilli piparnum, kardemommum, hvítlauk, kóríander, salti og pipar og setjið til hliðar.
 2. Hitið smjörið og olíuna í djúpri steikarpönnu eða wok pönnu.
 3. Bætið lauknum og kanilstöngunum við og steikið þar til laukurinn er orðinn fallega brúnn.
 4. Hellið ab/krydd blöndunni saman við og snöggsteikið í ca. 1 mín.
 5. Lækkið hitann og leyfið kryddunum að malla í rólegheitunum á meðan þið hafið til grænmetið (skorið smátt).
 6. Bætið kartöflunum (skornum í teninga) og grænmetinu smátt og smátt útí kryddblönduna og bætið við 150 ml. af vatni.
 7. Eldið við lágan hita þangað til grænmetið er soðið, passið að mauksjóða ekki.
 8. Bætið rjómanum við og hitið að suðupunkti.


Þessi uppskrift er fengin með góðfúslegu leyfi www.matseld.is

Kaloríur 261 13%
Sykur 0g 0%
Fita 26g 37%
Hörð fita 12g 60%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Indverskur grænmetisréttur
Dopff au Moulin Pinot Gris Reserve
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Dopff au Moulin Pinot Gris Reserve
 • Tegund: Hvítvín
 • Land: Frakkland
 • Lýsing: Magnað með andalifur (Foie gras), reyktum fiskréttum og villibráðapaté. Að margra mati er Dopff au Moulin fjársjóður.
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér