Indverskt tríó
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 5 stk GULRÆTUR, soðnar
 • 4 tsk KARRÍ, Madras
 • 2 tsk GRÆNMETISKRAFTUR
 • 1 tsk CAYENNE PIPAR
 • 3 dl TÓMATAR, niðursoðnir
 • 200 ml SÝRÐUR RJÓMI, 18% fita
 • 300 gr SVEPPIR, hráir
 • 1 tsk PIPAR, svartur
 • 1 msk ÓLÍFUOLÍA
 • 2 stk LAUKUR, hrár
 • 800 gr Kjúklingabringur, án skinns
 • 1 tsk SELLERÍ SALT

Aðferð:

 1. Saxið laukinn smátt og rífið gulræturnar.
 2. Steikið karrýið í 1 mín.
 3. Bætið lauknum og kraumið.
 4. Bætið gulrótunum, kryddinu og tómötunum ásamt safanum útí, látið malla í þykkt mauk.
 5. Sveppirnir skornir niður og bætt útí ásamt sýrða rjómanum.
 6. Þessu er svo hellt yfir EINN af eftirtöldum möguleikum í eldfast mót:
  1. Panneraðar grísakótilettur
  2. Steikt svínagúllas
  3. Smjörbaunir eða kjúklingabaunir
  4. Grillaðar kjúklingabringur
 7. Hitað í ofni í ca 15 mín.

Með þessu er gott að hafa t.d. brún hrísgrjón, ananas, maískorn, hrásalat eða heimabakað brauð

Kaloríur 371 19%
Sykur 0g 0%
Fita 16g 23%
Hörð fita 7g 35%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Indverskt tríó
Tommasi Romeo
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Tommasi Romeo
 • Tegund: Rauðvín
 • Land: Ítalía
 • Lýsing: Með ljúfan angan af cappuchino gefa ljúffeng og sæt kirsuber fögur fyrirheit sem er fylgt eftir með undirliggjandi súkkulaðitón. Fínlegt og fágað...
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér