Humar í piparsósu með pastaslaufum
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 12 stk HUMAR, hrár
 • 1 stk BRAUÐ, snittu-
 • 1 stk KJÚKLINGATENINGUR
 • 1 msk PIPARKORN, Græn
 • 1 dl Vatn
 • 2 msk STEINSELJA
 • 2 msk SMJÖR
 • 1 dl RJÓMI
 • 300 gr PASTA, soðið
 • 1 dl HVÍTVÍN, millisætt
 • 1 msk PÚRTVÍN

Aðferð:

 1. Takið humarinn úr skelinni og steikið hann í  einni msk. af smjöri í 2 mínútur á hvorri hlið. Takið af pönnunni.
 2. Hellið púrtvíni, hvítvíni og vatni á pönnuna. Setjið kjúklingatening út í. Hleypið upp suðu og sjóðið undir loki í 2-3 mínútur. Hellið rjómanum út í og sjóðið áfram þar til sósan þykknar. Bætið piparkornunum saman við.
 3. Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum á pakka. Hrærið einni matskeið af smjöri saman við ásamt saxaðri steinselju.

Berið fram með ristuðu brauði og smjöri.

Kaloríur 172 9%
Sykur 0g 0%
Fita 10g 14%
Hörð fita 5g 25%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Humar í piparsósu með pastaslaufum
Jacobs Creek Semillon Chardonnay
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Jacobs Creek Semillon Chardonnay
 • Tegund: Hvítvín
 • Land: Ástralía
 • Lýsing: Frábært sumarvín sem hefur unnið til fjölda verðlauna.
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér