Hrærð egg með sveppum
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 8 stk EGG, hænuegg, hrá
 • 4 msk ÓLÍFUOLÍA
 • 1 tsk PIPAR, svartur
 • 1 tsk SALT, borðsalt
 • 2 msk STEINSELJA
 • 300 gr SVEPPIR, hráir
 • 2 msk Vatn
 • 2 stk HVÍTLAUKSRIF

Aðferð:

 1. Þrífið sveppina vel og þurrkið. Skerið þá í litla bita.
 2. Hitið ólífuolíuna á pönnu og snöggsteikið sveppina og saxaða hvítlaukinn saman.
 3. Hrærið eggin saman með smátt skorinni steinseljunni, vatninu, saltinu og piparnum, og hellið blöndunni síðan yfir sveppina og hvítlaukinn
 4. Látið steikjast á pönnunni í nokkrar mínútur.

Berið fram heitt með brauði.

Kaloríur 155 8%
Sykur 0g 0%
Fita 15g 21%
Hörð fita 3g 15%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Hrærð egg með sveppum
Tommasi Lugana
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Tommasi Lugana
 • Tegund: Hvítvín
 • Land: Ítalía
 • Lýsing: Ljúfir og seiðandi kryddtónar með undirliggjandi suðrænum ávöxtum. Fer einkar vel með sjávarréttum, hvítu kjöti og léttum réttum.
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér