Guacamolesúpa með kjúklingabringum
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 400 gr Kjúklingabringur, án skinns
 • 1 stk CHILI, krydd
 • 0.5 stk KORIANDER
 • 1250 ml KJÚKLINGASOÐ
 • 3 stk HVÍTLAUKSRIF
 • 2 stk SÍTRÓNUR
 • 1 tsk SALT, borðsalt
 • 1 tsk PIPAR, svartur
 • 5 msk ÓLÍFUOLÍA
 • 150 gr LAUKUR, hrár
 • 0.5 tsk KÚMEN
 • 5 stk AVAKADÓ

Aðferð:

 1. Skáskerið kjötið í sneiðar, saltið, piprið og steikið í 1 msk af olíu á pönnu.
 2. Skerið laukinn í sneiðar og steikið í afganginum af olíunni.
 3. Hreinsið hvítlaukinn og pressið út á pönnuna.
 4. Kljúfið chillipiparinn í tvennt, fjarlægið fræin, skolið og skerið annan helminginn í sneiðar og saxið hinn.
 5. Bætið söxuðum chilli út á pönnuna og steikið með lauknum í ca. 5 mínútur.
 6. Afhýðið avacado, fjarlægið steinana og skerið í litla bita.
 7. Dreypið smá sítrónusafa yfir. (úr ca. 2 sítrónum)
 8. Hellið soðinu yfir laukinn og bætið avacado og afganginum af sítrónusafanum út á pönnuna.
 9. Skolið kóríanderinn og hristið vatnið af.
 10. Bætið út í súpuna og látið sjóða í 4 mínútur.
 11. Kryddið með kúmeni, takið af hellunni og vinnið vel saman.
 12. Kryddið með salti og pipar.
 13. Leggið kjúkling ofan í súpuna, skreytið með chillipiparsneiðum og berið fram.
Kaloríur 343 17%
Sykur 3g 3%
Fita 23g 33%
Hörð fita 3g 15%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Guacamolesúpa með kjúklingabringum
Cape Spring Merlot Cabernet
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Cape Spring Merlot Cabernet
 • Tegund: Rauðvín
 • Land: Suður Afríka
 • Lýsing: Bragmikið og berjaríkt vín með sætum undirtón.
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér