Grænmetissúpa með hrígsrjónum og...
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 120 gr GULRÆTUR, hráar
 • 4 dl GRÆNMETISSOÐ
 • 1 msk BALSAM EDIK
 • 1 msk TÓMATÞYKKNI / TÓMATPURE
 • 120 gr TÓMATAR, niðursoðnir
 • 0.5 tsk SYKUR, STRÁSYKUR
 • 60 gr SELLERÍ, stilksellerí
 • 1 tsk SALT, borðsalt
 • 1 tsk PIPAR, svartur
 • 1 msk ÓLÍFUOLÍA
 • 40 gr OSTUR, Parmesan, rifinn
 • 1 stk LAUKUR, hrár
 • 120 gr KARTÖFLUR, hráar
 • 2 dl HVÍTVÍN, millisætt
 • 50 gr HRÍSGRJÓN, hvít, póleruð, soðin
 • 1 stk HVÍTLAUKSRIF

Aðferð:

 1. Flysjið kartöflurnar og gulræturnar.
 2. Skolið og hreinsið selleríið.
 3. Hreinsið og saxið hvítlaukinn og laukinn.
 4. Rífið parmesanostinn.
 5. Skerið kartöflurnar í teninga og gulræturnar í þunnar sneiðar.
 6. Skerið græna hlutan af selleríinu í mjóar ræmur og stönglana í sneiðar.
 7. Hitið olíuna við meðalhita og steikið laukinn, hvítlaukinn og grænmetið.
 8. Kryddið með salti og pipar.
 9. Hrærið tómatmaukinu saman við og steikið aðeins lengur.
 10. Hvítvíni hellt yfir og tómötum í dós bætt út í.
 11. Hellið grænmetissoðinu yfir og kryddið með oreganó.
 12. Hrærið hrísgrjónunum saman við og látið sjóða í 8 mínútur.
 13. Kryddið súpuna með balsamikediki, sykri, salt og pipar og stráið að lokum rifnum parmesaosti yfir.
 
Kaloríur 137 7%
Sykur 1g 1%
Fita 7g 10%
Hörð fita 2g 10%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Grænmetissúpa með hrígsrjónum og parmesan
Casillero del Diablo Riesling.
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Casillero del Diablo Riesling.
 • Tegund: Hvítvín
 • Land: Chile
 • Lýsing: Þetta vín er að aðeins fáanlegt í stutta stund hér á íslandi.
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér