Grænmetislasagna II
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 160 gr OSTUR, blokkostur, 17% fita
 • 1 tsk MÚSKAT
 • 1 msk MATAROLÍA
 • 9 stk LASANJA PLÖTUR
 • 500 gr KOTASÆLA
 • 400 gr SVEPPIR, hráir
 • 700 gr SPERGILKÁL, hrátt
 • 1 msk SMJÖR
 • 1 tsk SALT, borðsalt
 • 0.5 tsk PIPAR, svartur
 • 1 stk BRAUÐ, snittu-

Aðferð:

 1. Skiptið spergilkálinu í litla bita og snöggsjóðið í léttsöltu vatni. Látið renna vel af því.
 2. Hreinsið sveppina og sneiðið þá, (ekki of þunnt). Steikið í smjöri en látið þá ekki brúnast.

  Samsetning:
 3. Meðhöndlið lasagnaplöturnar eins og sagt er til um á umbúðunum (stundum þarf að forsjóða plöturnar).
 4. Kryddið kotasæluna með salti, pipar og múskati.
 5. Smyrjið eldfast mót, um 25x17 cm. stórt. Raðið lasagnaplötum neðst. Raðið sveppum ofan á og hyljið plöturnar alveg. Setjið kotasælu ofan á sveppina, síðan annað lag af lasagnaplötum og þá spergilkálið og kotasælu. Setjið svo aftur plötur, þá sveppi, kotasælu og plötur efst. Rífið ostinn og stráið honum yfir plöturnar.
 6. Bakið réttinn í 180-200°C heitum ofni í 40 mínútur.

Berið fram sem aðalrétt með brauði eða sem meðlæti með fisk- eða kjötréttum.

Kaloríur 392 20%
Sykur 0g 0%
Fita 20g 29%
Hörð fita 8g 40%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Grænmetislasagna II
 Arthur Metz - Riesling
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Arthur Metz - Riesling
 • Tegund: Hvítvín
 • Land: Frakkland
 • Lýsing: Líflegt vín með frísklegum ávöxtum, millisætt með ástríðualdin og perum.
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér