Grænmetislasagna I
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 4 msk HVEITI
 • 1 msk MATAROLÍA
 • 8 dl MJÓLK, Létt-
 • 14 stk LASANJA PLÖTUR
 • 500 gr KOTASÆLA
 • 1.5 stk BASIL
 • 2 dl Vatn
 • 300 gr SVEPPIR, steiktir í jurtaolíu
 • 300 gr SPERGILKÁL, hrátt
 • 2 tsk SALT, borðsalt
 • 1 tsk PIPAR, svartur
 • 3 dl OSTUR, blokkostur, 17% fita
 • 1 stk LAUKUR, þurrkaður
 • 0.5 tsk MÚSKAT

Aðferð:

 1. Leggið lasagnablöðin í bleyti í fimm mínútur.
 2. Sjóðið spergilkálið í léttsöltu vatni í tvær mínútur. Ef notað er frosið spergilkál þarf ekki að sjóða það.
 3. Látið lauk og sveppi krauma í olíunni.
 4. Blandið saman í skál spergilkáli, lauk, sveppum, kotasælu, basilikum og salti.
 5. Hitið sex desilítra af léttmjólk. Hrærið saman tvo desilítra af kaldri mjólk og hveiti og jafnið mjólkina í pottinum. Bragðbætið með salti, múskati og pipar.
 6. Látið sósuna sjóða í fimm mínútur og bætið þá ostinum út í en geymið þrjár matskeiðar. Gætið þess að sósan þykkni ekki um of.
 7. Smyrjið ofnfast fat og hyljið botninn með þunnu lagi af sósunni. Leggið lasagnablöðin yfir, síðan grænmetið, þá ostasósuna og loks lasagnablöð. Endurtakið þetta tvisvar til þrisvar.
 8. Hafið ostasósuna efst, stráið parmesanosti og afganginum af rifna ostinum yfir.
 9. Bakið í miðjum ofni við 200°C í 30 mínútur.
Kaloríur 347 17%
Sykur 0g 0%
Fita 17g 24%
Hörð fita 3g 15%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Grænmetislasagna I
Tommasi Lugana
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Tommasi Lugana
 • Tegund: Hvítvín
 • Land: Ítalía
 • Lýsing: Ljúfir og seiðandi kryddtónar með undirliggjandi suðrænum ávöxtum. Fer einkar vel með sjávarréttum, hvítu kjöti og léttum réttum.
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér