Grillaður steinbítur með papriku...
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 500 gr KARTÖFLUR, hráar
 • 1 tsk ENGIFER
 • 12 stk BASIL
 • 700 gr STEINBÍTUR, hrár
 • 1 stk SÍTRÓNUR
 • 1 tsk SALT, borðsalt
 • 1 tsk PIPAR, svartur
 • 4 stk PAPRIKA, blanda (græn, rauð, gul)
 • 3 msk ÓLÍFUOLÍA
 • 2 msk PESTÓ

Aðferð:

 1. Steinbíturinn skorinn í stykki, penslaður með olíu, kryddaður með rifinni engiferrót, pipar, salti og örlitlum sítrónusafa og látinn bíða á meðan paprikurnar eru grillaðar.
 2. Kveikið á grillinu í ofninum og látið hitna.
 3. Paprikurnar skornar í helminga, penslaðar með olíu, kryddaðar með pipar og salti og grillaðar þar til mest allt hýðið er svart.
 4. Paprikurnar settar á disk, plastfilma breidd yfir og látnar bíða í 5 mínútur, þá ætti að vera auðvelt að afhýða þær og fræhreinsa.
 5. Paprikurnar grófsaxaðar og settar í matvinnsluvél ásamt basilíkunni,þær eiga ekki að verða að mauki.
 6. Pestói og ólífuolíu blandað saman við og bragðbætt með salti og pipar og sítrónusafa eftir smekk. Þá er paprikusalsað tilbúið
 7. Steinbíturinn settur á bökunarplötu klædda olíubornum álpappír, örþunnt skorin sítrónusneið lögð ofan á hvert stykki og grillað í 5-7mínútur eða þar til hann er rétt steiktur í gegn.


Borið fram með soðnum kartöflum og paprikusalsanu

Kaloríur 405 20%
Sykur 0g 0%
Fita 21g 30%
Hörð fita 4g 20%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Grillaður steinbítur með paprikusalsa
Tommasi Lugana
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Tommasi Lugana
 • Tegund: Hvítvín
 • Land: Ítalía
 • Lýsing: Ljúfir og seiðandi kryddtónar með undirliggjandi suðrænum ávöxtum. Fer einkar vel með sjávarréttum, hvítu kjöti og léttum réttum.
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér