Grillaður steinbítur á spjóti
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 1 msk EDIK
 • 1 tsk SALT, Maldon-
 • 2 msk SINNEP, Dijon
 • 1 dl BASIL
 • 800 gr STEINBÍTUR, hrár
 • 1 stk SÍTRÓNUR
 • 0.5 tsk PIPAR, svartur
 • 1.5 dl ÓLÍFUOLÍA
 • 2 msk HUNANG
 • 1 dl SÓSA, Worchester-

Aðferð:

 1. Skerið fiskinn í bita (ca. 3x3 cm).
 2. Setjið allt í skál nema olíu og blandið vel saman.
 3. Hellið olíunni í mjórri bunu saman við og hrærið stöðugt í með písk á meðan.
 4. Takið helminginn af kryddleginum frá og geymið.
 5. Setjið steinbítinn í skálina og geymið í kæli í 2 klst.
 6. Þræðið hann þá upp á grillteina og grillið vel á heitu grilli í 2 mín. á hvorri hlið.

Berið fram með afganginum af kryddleginum og t.d. salati og hrísgrjónum.

Kaloríur 291 15%
Sykur 3g 3%
Fita 11g 16%
Hörð fita 2g 10%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Grillaður steinbítur á spjóti
Jacob
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Jacob's Creek Chardonnay
 • Tegund: Hvítvín
 • Land: Ástralía
 • Lýsing: Frábært eitt og sér en hentar sérstaklega vel með sjávarréttum af ýmsu tagi. Silungur og bleikja passa einnig vel með sem og salöt og kjúklingur.
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér