Grillaður lax með sítrónukartöflum
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 1 msk EDIK
 • 1.5 tsk PIPARSÓSA
 • 2 msk MATAROLÍA
 • 1 msk LIME
 • 1 msk KORIANDER
 • 6 stk HVÍTLAUKSRIF
 • 1 stk STEINSELJA
 • 2 stk SÍTRÓNUR
 • 1 msk SINNEP
 • 1 tsk SALT, borðsalt
 • 4 msk ÓLÍFUOLÍA
 • 600 gr LAX, villtur, hrár
 • 700 gr KARTÖFLUR, hráar
 • 0.5 tsk FENNIKUFRÆ

Aðferð:

 1. Hrærið saman 1/2 tsk. salt, 1/2 tsk. pipar, fennikufræjujm, kóríander, límónusafa, sinnepi og matarolíu.
 2. Smyrjið laxasneiðarnar með kryddleginum.
 3. Grillið á vel heitu grilli í 2-3 mín. á hvorri hlið.
 4. Sítrónukartöflur: Sjóðið kartöflurnar. Útbúið kryddlöginn á meðan þær sjóða.
 5. Blandið saman sítrónusafa og ediki.
 6. Merjið hvítlaukinn og setjið í löginn ásamt olíu, steinselju, 1/2 tsk. salt og 1 tsk. pipar. Blandið vel saman.
 7. Flysjið kartöflurnar og skerið í teninga og raðið á fat.
 8. Hellið kryddleginum yfir kartöflurnar.

Berið fram með grænmetissalati.

Kaloríur 584 29%
Sykur 1g 1%
Fita 38g 54%
Hörð fita 6g 30%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Grillaður lax með sítrónukartöflum
Lion d
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Lion d'Or
 • Tegund: Hvítvín
 • Land: Frakkland
 • Lýsing: Gott með fiski, ljósu kjöti, kjúklingi og eftirréttum. Einnig gott sem fordrykkur.
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér