Tikka masala kjúklingur frá grunni
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 5 msk JÓGÚRT, hreint
 • 2 tsk GARAM MASALA, Krydd
 • 1 tsk TURMERIK
 • 4 stk HVÍTLAUKSRIF
 • 1 msk HRÁSYKUR
 • 10 gr ENGIFER
 • 2 stk CHILI Rauður
 • 1 msk TÓMATÞYKKNI / TÓMATPURE
 • 400 gr TÓMATAR, niðursoðnir
 • 3 msk ÓLÍFUOLÍA
 • 1 stk LAUKUR, hrár
 • 600 gr Kjúklingabringur, án skinns
 • 1 tsk KARRÍ, duft
 • 10 gr Kóríander, lauf

Aðferð:

Gott er að mæla allt krydd (má blanda því saman) og skera lauk,

chilli, engifer og hreinsa hvítlaukinn áður en olían er hituð.

 

1.Hitið olíuna á pönnu

2. Bætið lauknum útí og steikið í 1-2 min Bætið þá chili, rifnu

engifer og pressuðum hvítlauk útí og steikið í 2-3 min.

3. Bætið túrmerik, garam masala og sykrinum út í pönnuna og blandið

saman. Steikið í 2-3 min. Bætið þá tómatmaukinu við og hökkuðu (niðursoðnu)

tómötunum og steikið í nokkrar mín. Passið að hafa blönduna ekki of

blauta.

4. Setjið innihald pönnunnar yfir í matvinnsluvél og hakkið þar til

þið eruð komin með slétta paste sósu

5. Skerið kjúklinginn í teninga. Bætið 1-2 msk af olíu á pönnu og

steikið kjúklinginn svo hann lokist á öllum hliðum, ekki steikja of

lengi svo kjúklingurinn verði ekki of þurr.

6.. Bætið sósunni úr matvinnsluvélinni á pönnuna með kjúklingnum

og bætið við karrílaufunum / kryddinu. (ef það var ekki sett í

blönduna fyrst). Látið þetta malla saman í um 10 mín eða þangað

til kjúklingurinn er gegnumsteiktur.

7. Setjið þá jógúrtina útí sósuna, það má setja meira útí ef

þið viljið sósuna ljósari.

8. Bætið helmingnum af koríander laufunum við og hrærið.

 

Berið fram með hrísgrjónum og skreytið með afgangi af koriander

laufunum. Einnig má hafa með naan brauð og jógúrtsósu með þessu.

Til að hafa réttinn minna sterkan má hreinsa fræin úr chilli – inu.

 

 

 

Kaloríur 314 16%
Sykur 4g 4%
Fita 14g 20%
Hörð fita 3g 15%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Tikka masala kjúklingur frá grunni
Tommasi Crearo Allegrini
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Tommasi Crearo Allegrini
 • Tegund: Rauðvín
 • Land: Ítalía
 • Lýsing: Tommasi Crearo "Super Venetian" er magnað vín frá Tommasi og það eina sem komist hefur í flokkinn Super Venetian sem er svipaður flokkur og Super...
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér