Lurkur í Pylsubrauði með Sinneps...
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 5 stk BRAUÐ, pylsubrauð
 • 1 stk EGG, hænuegg, hrá
 • 1 stk LAUKUR, hrár
 • 350 gr NAUTAHAKK, ungnauta 8-12%fita hrátt
 • 350 gr Svínakjöt, hakk
 • 1 tsk SALVÍA
 • 2.5 dl BRAUÐMYLSNA
 • 2 stk HVÍTLAUKSRIF

SInnepssósa:

 • 125 ml SÝRÐUR RJÓMI, 18% fita
 • 2 tsk SÍTRÓNUSAFI, hreinn
 • 1 msk Sinnep grófkornótt

Aðferð:

Blandaðu saman með höndunum hakki, lauk, hvítlauk, brauðmylsnu og kryddi svo skaltu léttþeyta eggið og setja út í, piprið og saltið. Skiptu hakkinu í sex hluta og mótaðu pylsur. Grillaður hakkpylsurnar á heitu, olíubornu grilli eða grillpönnu í 5-10 mínútur og snúðu öðru hverju. Síðan skaltu smyrja brauðið með sinnepssósunni, leggja pylsuna á brauðið og bera sósu ofan á. Að sjálfsögðu má síðan setja hvað sem er í pylsuna, t.d. súrar gúrkur, lauk, tómata eða eftir vali hvers og eins.

 

Sinnepssósa:

Settu allt hráefnið í litla skál og pískaðu létt saman. Þessa sósu má nota með nánast hvaða grillkjöti sem er.

Kaloríur 195 10%
Sykur 0g 0%
Fita 13g 19%
Hörð fita 7g 35%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Lurkur í Pylsubrauði með Sinnepssósu
Jacob
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Jacob's Creek Reserve Shiraz
 • Tegund: Rauðvín
 • Land: Ástralía
 • Lýsing: Þetta vín smellpassar með grilluðu kjöti, villibráð og öðru bragðmiklu kjöti. Magnað með hörðum ostum.
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér