Ritzkexbollur
Uppskrift fyrir

Innihald:

  • 550 gr NAUTAHAKK, ungnauta 8-12%fita hrátt
  • 3 dl SÓSA, súrsæt, Uncle Ben's
  • 1.5 stk RITZ KEX
  • 1 stk Púrrulaukssúpa í bréfi

Aðferð:

Nautahakkið er sett í hrærivélaskál, Ritzkexið er mulið í matvinnsluvél 

eða bara í plastpoka og barið í sundur. Það er sett útí kjötið, síðan púrrulauksúpan 

sett í skálina. Þetta er hrært vel þar til það er orðið þétt. Þá eru mótaðar litlar bollur 

og steiktar á pönnu vel brúnaðar. Setjið bollurnar í pott og hellið súrsætu sósunni yfir 

og hitið í 15-20 mín, látið aðeins malla ekki bullsjóða því bollurnar eru svo til tilbúnar 

af pönnunni.

Kaloríur 217 11%
Sykur 1g 1%
Fita 11g 16%
Hörð fita 5g 25%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Ritzkexbollur
  • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér