Grillaðar salsa nautalundir
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 500 gr NAUTALUNDIR, fitusnyrtar, hráar
 • 2 msk ÓLÍFUOLÍA
 • 0.5 dl SÍTRÓNUSAFI, hreinn
 • 0.5 dl Vatn
 • 200 gr BLANDAÐ SALAT
 • 300 gr SALSA SÓSA

Aðferð:

 1. Setjið salsasósuna, sítrónusafann og olíuna í skál og blandið vel saman.
 2. Leggið nautalundirnar ofan í skálina og þekið vel með marineringunni.
 3. Látið marinerast í ísskáp í 6 klst. eða yfir nótt.
 4. Fjarlægið nautalundirnar úr skálinni og grillið þar til kjötið er tilbúið, eða eftir smekk (c.a. 8 til 10 mín. á hverri hlið fyrir "medium-rare").
 5. Berið fram strax, t.d. með góðu salati.
Kaloríur 254 13%
Sykur 1g 1%
Fita 15g 21%
Hörð fita 5g 25%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Grillaðar salsa nautalundir
Tommasi Ripasso
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Tommasi Ripasso
 • Tegund: Rauðvín
 • Land: Ítalía
 • Lýsing: Gengur vel með t.d. lambakjöti, kálfakjöti, nautakjöti, gæs og önd. Þetta er mjög gott ostavín og þá sérstaklega með hörðum ostum. Tommasi Ripasso...
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér