Hversdagspylsur á pönnu
Uppskrift fyrir

Innihald:

  • 1 stk EPLI
  • 0.5 stk LAUKUR, hrár
  • 50 gr OSTUR, ábætisostur
  • 200 gr SKINKA, brauðskinka, soðin
  • 3 stk Tómatar
  • 10 stk VÍNARPYLSUR
  • 50 gr SINNEP, Dijon

Aðferð:

Smyrjið skinkusneiðarnar með sinnepi og vefjið utan um pylsurnar. Raðið pylsunum á olíuborna pönnu.

Rífið epli og lauk og blandið saman og dreifið yfir pylsurnar.

Setjið lok á pönnuna og látið krauma yfir vægum hita í 7-8 mínútur.

Sneiðið tómatana, dreifið ofan á réttinn og stráið rifnum osti yfir. Stingið inn í 200°c heitann ofn og hitið þar til osturinn er bráðinn.

Kaloríur 124 6%
Sykur 5g 6%
Fita 6g 9%
Hörð fita 3g 15%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Hversdagspylsur á pönnu
  • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér