Grillaðar lambalærissneiðar Espania
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 3 msk EDIK
 • 1 tsk OREGANO
 • 1 stk LÁRVIÐARLAUF
 • 4 stk KARTÖFLUR, Bökunar-
 • 1 tsk BASIL
 • 1 tsk PIPAR, svartur
 • 6 msk ÓLÍFUOLÍA
 • 2 msk LAUKUR, hrár
 • 800 gr LAMBALÆRISSNEIÐAR, steiktar
 • 9 msk SÉRRÍ

Aðferð:

 1. Setjið allt hráefnið, nema lambakjötið, í skál og blandið vel saman. Laukurinn á að vera smátt skorinn.
 2. Setjið kjötsneiðarnar í grunnan disk og hellið leginum yfir.
 3. Passið að lögurinn hylji kjötið, og látið síðan liggja í leginum í ca. 2 klst. við stofuhita.
 4. Fjarlægið kjötið úr leginum og steikið á heitu grilli í 20-25 mín, eða þar til kjötið er tilbúið.
 5. Smyrjið afgangnum af leginum yfir kjötsneiðarnar á meðan þær eru á grillinu.
 6. Berið fram strax með t.d. með góðu salati og bökuðum kartöflum.
Kaloríur 637 32%
Sykur 0g 0%
Fita 40g 57%
Hörð fita 11g 55%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Grillaðar lambalærissneiðar Espania
Tommasi Crearo Allegrini
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Tommasi Crearo Allegrini
 • Tegund: Rauðvín
 • Land: Ítalía
 • Lýsing: Tommasi Crearo "Super Venetian" er magnað vín frá Tommasi og það eina sem komist hefur í flokkinn Super Venetian sem er svipaður flokkur og Super...
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér