Pylsur í chilisósu, Réttur unga ...
Uppskrift fyrir

Innihald:

  • 1 stk BLAÐLAUKUR, hrár
  • 125 gr KARTÖFLUMÚS
  • 0.5 dl RJÓMI, kaffirjómi
  • 30 gr SKINKA, brauðskinka, soðin
  • 8 stk VÍNARPYLSUR
  • 3 msk MATAROLÍA
  • 150 gr OSTUR, Rifinn
  • 1 dl Chili-sósa

Aðferð:

Útbúið kartöflumúsina. 

Skáskerið pylsurnar í fernt og raðið þeim í smurt eldfast mót. Skerið skinkuna í lengjur.

Skerið blaðlauk í strimla og mýkið í örlítilli olíu. Setjið ofna á pylsurnar ásamt skinku.

Hrærið matarolíu út í chilisósuna ásamt rjóma og hellið yfir pylsurnar.

Sprautið kartöflumúsinni úr rjómasprautu í mótið og setjið á með skeið. Stráið rifnum osti yfir og bakið í 200°c heitum ofni í 15-20 mínútur. 

Kaloríur 245 12%
Sykur 1g 1%
Fita 19g 27%
Hörð fita 7g 35%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Pylsur í chilisósu, Réttur unga fólksins.
  • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér