Hunangsgljáð lambalæri
Uppskrift fyrir

Innihald:

  • 3 msk HUNANG
  • 1 kg LAMBALÆRI, fitusnyrt, hrátt
  • 2 msk RÓSMARÍN, grein
  • 1 msk SMJÖR, ósaltað
  • 1 tsk TÍMÍAN
  • 4 stk Tómatar

Aðferð:

Kryddið lambalærið með salti, pipar og söxuðu rósmaríni. Bakið í 180°c heitum ofni í hálftíma. Bræðið saman smjör og hunang og penslið lambalærið vel. Steikið áfram í hálftíma.

 

Skerið tómatana í tvennt og penslið með matarolíu. Kryddið með salti, pipar og timiani og steikið með kjötinu síðustu tíu mínúturnar.

Kaloríur 536 27%
Sykur 0g 0%
Fita 32g 46%
Hörð fita 15g 75%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Hunangsgljáð lambalæri
  • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér