FIskur og grænmeti í skyrsósu
Uppskrift fyrir

Innihald:


Fiskur:

 • 0.5 stk BLÓMKÁL, hrátt
 • 100 gr SVEPPIR, hráir
 • 800 gr ÝSA, hrá
 • 1 stk PAPRIKA, rauð
 • 1 stk PAPRIKA, græn
 • 1 stk LAUKUR, hrár

Skyrsósa:

 • 1 msk KRYDDMAUK (relish)
 • 200 gr SKYR, rjómaskyr
 • 200 gr SÓSA, MAJONES, 79% fita
 • 1 tsk KARRÍ, duft
 • 1 msk SYKUR, STRÁSYKUR
 • 2 dl SÝRÐUR RJÓMI, 18% fita
 • 1 msk SINNEP

Aðferð:

 

Skyrsósa:

Blandið saman skyri og sykri, majónesi, sýrðum rjóma, relish, sinnepi og karrý.

 

Fiskur:

Skerið laukinn í sneiðar og setjið í eldfast mót. Skerið fiskinn í bita og leggið ofan á laukinn.

Skerið paprikur í bita, blómkál í greinar og sveppi í sneiðar. Steikið í smjöri á pönnu og setjið yfir fiskinn. 

Setjið skyrsósuna yfir fiskinn og bakið í 180°c heitum ofni í 40 mínútur.

Kaloríur 612 31%
Sykur 5g 6%
Fita 44g 63%
Hörð fita 5g 25%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
FIskur og grænmeti í skyrsósu
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér