Sinnepsgljáðar kalkúnabringur
Uppskrift fyrir

Innihald:


Kalkúnabringur:

 • 800 gr KALKÚNAR, kjöt án skinns, hrátt
 • 200 gr SMJÖR, ósaltað
 • 4 stk KARTÖFLUR, Bökunar-
 • 2 msk SALVÍA

Sinnepsgljái:

 • 2 msk HUNANG
 • 4 msk SINNEP
 • 4 msk STEINSELJA

Aðferð:

 

 

Sinnepsgljái:

Blandið hunangi, steinselju og
sinnepi saman í skál

 

Saxið salvíu gróft. Brúnið kalkúnabringur á heitri
pönnu og saltið. Blandið salvíunni saman við
smjörið og setjið undir skinnið á bringunum eða
gerið lítil göt í kjötið með hníf og stingið köldu
smjörinu rétt undir yfirborðið. Setjið bringurnar
í eldfast mót með loki og inn í 110°C heitan ofn
og eldið þar til kjarnhiti mælist 65°C. Hellið
sinnepsgljáanum yfir bringurnar þegar kjarnhiti
er um 55°C. Látið standa í 12 mín. fyrir skurð.

Bakið kartöflurnar í ca.30 mín í ofni.

Kaloríur 651 33%
Sykur 2g 2%
Fita 47g 67%
Hörð fita 29g 145%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Sinnepsgljáðar kalkúnabringur
Tommasi Le Prunée Merlot
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Tommasi Le Prunée Merlot
 • Tegund: Rauðvín
 • Land: Ítalía
 • Lýsing: Tommasi "Le Prunée" Merlot er mjög gott með grilluðu lambakjöti, bragðmiklum pastaréttum, lasagna og ostum af ýmsu tagi. Enn ein skrautfjöðurin frá...
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér