Baguette
Uppskrift fyrir

Innihald:

  • 20 gr GER, pressuger
  • 720 gr HVEITI
  • 17 gr SALT, borðsalt
  • 500 ml Vatn

Aðferð:

 

Byrjið á því að vinna vatn og hveiti saman rólega í 1 mínútu, vinnið svo á miðjuhraða í 4 mín. Setjið þá gerið saman við og vinnið áfram á miðjuhraða í 4 mín. Setjið þá saltið saman við og vinnið áfram í 4 mín á miðjuhraða. Mótið deigið í kúlu og látið hefast í um 45 mín undir rökum klút. Skerið deigið niður í fjóra hluta. Mótið þá deigið í ca. 20 cm. lengju og látið aftur hefast undir rökum klút í ca. 30 mín. Mótið þá deigið enn lengra og látið hefast undir rökum klút í ca. 30 mín. Skerið í deigið og setjið inní 250°C heitann ofninn og lækkið niður í 240°C. Bakið í ca. 15 mín eða þar til fallegur litur er kominn á brauðið.

 

Uppskrift fengin úr þáttum Jóa Fel á Stöð 2, 12. nóvember 2009.

 

Kaloríur 611 31%
Sykur 0g 0%
Fita 2g 3%
Hörð fita 0g 0%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Baguette
  • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér