Fylltar kalkúnabringur
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 1 kg KALKÚNAR, kjöt án skinns, hrátt
 • 3 stk SÆTAR KARTÖFLUR
 • 3 msk ÓLÍFUOLÍA

Eplasalat:

 • 1 stk EPLI
 • 10 stk VÍNBER
 • 0.25 stk SELLERÍ, stilksellerí
 • 2 dl RJÓMI

Fylling:

 • 200 gr Beikon
 • 50 gr HNETUR, hesil-
 • 100 gr BRAUÐTENINGAR
 • 1 stk EPLI
 • 1 stk LAUKUR, hrár
 • 200 gr SVEPPIR, hráir
 • 2 msk STEINSELJA
 • 40 gr SMJÖR
 • 1 stk SELLERÍ, stilksellerí
 • 1 tsk PIPAR, svartur
 • 1 tsk SALT, borðsalt
 • 300 gr OSTUR, rjómaostur, 27% fita

Sósa:

 • 0.5 tsk SALT, borðsalt
 • 2 dl Vatn
 • 250 gr SVEPPIR, hráir
 • 500 ml RJÓMI
 • 150 gr OSTUR, Pipar
 • 0.5 tsk PIPAR, svartur

Aðferð:

ATH! Í fyllinguna þarf um 1 msk af kalkúnakryddi frá Pottagöldrum.

Í sósuna þarf um 2 msk af kalkúnakrafti.

Fyllingin:

Sveppir, laukur og selleri er skorið niður og steikt uppúr smjöri. Beikonið er skorið niður og sett saman við og steikt. Þá er restinni blandað saman við og hrært í góðan graut. Setjið allt í matarvinnsluvél og vinnið létt saman (ekki of mikið, eiga að vera smá bitar) 

 

Aðferð: 

Skorið er stórt gat á bringuna og fyllingin sett í gatið. Bringan er svo pensluð með smjöri, krydduð með kalkúna kryddi, salt og pipar. 

Bringan er sett inní 170° heitan ofn og elduð í c.a 50 mín. ( 1 kg bringa + fylling) gott er að setja grillið á í restina til að fá góða grillaða húð. 

Athugið að ef bringan er stærri þarf lengri eldunartíma ( 1.5 kg bringa þarf c.a 70 mín) 

 

Eplasalat:

Skerið eplið niður í litla bita, skerið seleri í mjög smáa bita, blandið svo öllu saman. 

 

Sætar kartöflur skornar í lengjur og steiktar uppúr isio olíu, bakaðar við 170° í c.a 30 mín 

 

Uppskrift fengin úr þáttum Jóa Fel á Stöð 2, 17. desember 2009.

Kaloríur 1692 85%
Sykur 1g 1%
Fita 129g 184%
Hörð fita 48g 240%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Fylltar kalkúnabringur
Concha y Toro Trio
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Concha y Toro Trio
 • Tegund: Rauðvín
 • Land: Chile
 • Lýsing: Magnað vín með kjötréttum af ýmsu tagi. Kjúklingur og lambakjöt passa mjög vel með en líka bragðmeira kjöt eins og t.d. nautakjöt og villibráð.
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér