Fylltar pönnukökur
Uppskrift fyrir

Innihald:


Fylling:

 • 0.25 stk BLAÐLAUKUR, hrár
 • 80 gr RÆKJUR
 • 1 dl HRÍSGRJÓN, hvít, póleruð, hrá
 • 100 gr SKINKA, brauðskinka, soðin
 • 0.5 stk PAPRIKA, rauð
 • 100 gr OSTUR, blokkostur, 17% fita

Pönnukökur:

 • 0.5 tsk SALT, borðsalt
 • 0.5 dl ÓLÍFUOLÍA
 • 0.5 tsk LYFTIDUFT
 • 5 dl LÉTTMJÓLK
 • 4 dl HVEITI
 • 2 stk EGG, hænuegg, hrá

Sósa:

 • 0.5 dl SÝRÐUR RJÓMI, 18% fita
 • 2 tsk SINNEP, Dijon
 • 0.5 tsk CHILI, krydd

Aðferð:

ATH! Í sósuna í þessum rétti þarf Provencale krydd (eftir smekk).

 

Pönnukökur:

Þurrefnin sett saman í skál og dálítið af mjólk sett út í.

Eggjum og olíunni bætt saman við.

Mjólkin sett út í, ekki er víst að hún sé öll notuð, fer eftir smekk hve þykkar pönnukökurnar eiga að vera.

Deiginu ausið á heita, smurða pönnukökupönnu og þess gætt að pönnukökurnar verði ekki of þunnar.

 

Fylling:

Sjóðið hrísgrjónin, hreinsið og skerið blaðlaukinn mjög smátt, skerið einnig skinku og papriku í bita

Blandið svo öllu saman sem á að fara í fyllinguna.

Jafnið á pönnukökurnar, 1-2 msk. sósu sett yfir og pönnukökurnar rúllaðar í umslög eða lagðar saman.

Osturinn rifinn og dreift ofan á og bakað þar til osturinn er bráðnaður.

 

Uppskrift fengin af jsb.is

Kaloríur 176 9%
Sykur 1g 1%
Fita 7g 10%
Hörð fita 3g 15%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Fylltar pönnukökur
Van Gogh Riesling
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Van Gogh Riesling
 • Tegund: Hvítvín
 • Land: Þýskaland
 • Lýsing: Ferskur Riesling sem ber með sér bragð af grænum eplum, apríkósum og ferskjum með léttum keim af límónu
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér