Grillaður kjúklingur með hvítlauk
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 800 gr Kjúklingabringur, án skinns
 • 1 dl ÓLÍFUOLÍA
 • 1 tsk SÍTRÓNUSAFI, hreinn
 • 2 msk SOJASÓSA
 • 2 stk HVÍTLAUKSRIF

Aðferð:

 1. Blandið saman ólífuolíunni, hvítlauknum, safanum úr sítrónunni og soyasósunni.
 2. Kjúklingabringur skornar í teninga og marineraðar í olíumarineringunni í a.m.k. klukkutíma í ísskáp.
 3. Kjúklingnum er síðan þrætt á grillpinna og hann grillaður í ca. 5 mínútur (eða eftir stærð bitanna). 

Grillpinnana þarf að leggja í bleyti í a.m.k. klukkustund svo ekki kvikni í þeim á grillinu.

Kaloríur 240 12%
Sykur 0g 0%
Fita 5g 7%
Hörð fita 1g 5%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Grillaður kjúklingur með hvítlauk
Concha y Toro Trio
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Concha y Toro Trio
 • Tegund: Rauðvín
 • Land: Chile
 • Lýsing: Magnað vín með kjötréttum af ýmsu tagi. Kjúklingur og lambakjöt passa mjög vel með en líka bragðmeira kjöt eins og t.d. nautakjöt og villibráð.
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér