Rækjur í engifer
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 0.5 tsk KÚMEN
 • 400 gr RÆKJUR
 • 1 msk KORIANDER
 • 4 stk HVÍTLAUKSRIF
 • 1 stk GRÆNMETISKRAFTUR
 • 1 msk ENGIFER
 • 1 stk CHILI Rauður
 • 2 dl Vatn
 • 2 stk Tómatar
 • 3 msk SÍTRÓNUSAFI, hreinn
 • 1 tsk SALT, borðsalt
 • 0.5 tsk PIPAR, svartur
 • 2 msk ÓLÍFUOLÍA
 • 0.5 stk KÚRBÍTUR, hrár
 • 0.5 tsk TURMERIK

Aðferð:

 

Byrjið á að afhýða tómatana með því að rispa í hýðið á þeim og dýfa þeim augnablik í sjóðandi vatn þar til hýðið losnar frá, setjið þá í kalt vatn og takið hýðið af.

Skerið tómatana í báta. Skerið kúrbítinn í strimla, fínsaxið engifer, hvítlauk og chilipipar.

Hitið olíu saman á pönnu og steikið kúrbít, engifer, hvítlauk og chilipipar án þess að brúnist, kryddið með túrmerik og kúmeni. Setjið tómatbátana út í og blandið vel saman. Bætið loks rækjum, sítrónusafa og fiskisoði saman við og kryddið með salti og pipar.

Rétt áður en borið er fram er söxuðum kóríanderlaufunum stráð yfir. Mjög gott er að strá ristuðum sesamfræjum yfir þennan rétt auk þess að dreypa svolitlu af ostru soya yfir allt saman. Rétturinn er borinn fram á pönnu eða grunnu fati.

 

 

Uppskrift fengin af noatun.is

Kaloríur 181 9%
Sykur 0g 0%
Fita 9g 13%
Hörð fita 1g 5%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Rækjur í engifer
J.P. Chenet Colombard-Chardonnay
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • J.P. Chenet Colombard-Chardonnay
 • Tegund: Hvítvín
 • Land: Frakkland
 • Lýsing: Gull í Vin & Mad fyrir "best buy" júlí 2002. Mest seldu vín Frakklands
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér